Fréttir

Mótskrár fyrir fullorðinsflokka og ITN á Jólamóti Tennishallarinnar og Bikarmóti TSÍ

Jólamót Tennishallarinnar og Bikarmót TSÍ fyrir fullorðna og ITN styrkleikaflokkurinn hefst mánudaginn 27.desember og er keppt í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótskrár má sjá hér fyrir neðan: ITN styrkleikaflokkur Allir aðrir flokkar Úrslitaleikur, verðlaunaafhending og pizzapartý hefst 30. desember kl. 16. Mótstjóri er Jónas Páll Björnsson s. 699-4130 netfang; jonas@tennishollin.webdev.is

Mótskrá fyrir barna- og unglingaflokka á Jólamóti Tennishallarinnar og Bikarmóti TSÍ

Jólamót Tennishallarinnar og Bikarmót TSÍ fyrir börn og unglinga hefst á morgun, laugardaginn 18.desember og er keppt í Tennishöllinni í Kópavogi.
Mótskrá má sjá hér fyrir alla barna- og unglingaflokka.
Keppt verður í mini tennis mánudaginn 20.desember kl 14:30.
Úrslitaleikur, verðlaunaafhending og pizzapartý hefst 30. desember kl. 16.

Mótskrá fyrir 5.Stórmót TSÍ 2010

5. Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn, 20.nóvember og verður keppt í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt er í fjórum flokkum: Mini tennis fyrir þá yngstu (fædd árið 2000 eða seinna) Barnaflokkar (10, 12, 14 ára og yngri ) – keppt verður í riðlum í hverjum flokki fyrir sig ITN Styrkleikaflokkur einliða sem er opinn fyrir alla ITN Styrkleikaflokkur…

3. Stórmót TSÍ – Mótskrá

Þá er komið að 3. Stórmóti TSÍ, en það er haldið dagana 1.- 3. maí í Tennishöllinni Kópavogi. Mótstjóri í þetta sinn er Leifur Sigurðsson.

Mótstjóri vill gjarnan koma því á framfæri að það verður ekki keppt sérstaklega í 10 ára og yngri flokknum heldur verða þau með í aðalkeppninni. En að sjálfsögðu verða þó veitt verðlaun í 10 ára og yngri flokknum eftir árangri þeirra í mótinu.

Minnum alla keppendur að mæta tímanlega og hita vel upp fyrir leiki.

Mótskrá fyrir Íslandsmót innanhúss

Íslandsmót innanhúss hefst á laugardaginn, 27.mars.

Búið er að draga í mótið og má sjá mótskrá hér.

Verðlaunaafhending og pizzapartý verður eftir úrslitaleiki í meistaraflokki karla- og kvenna í einliðaleik sem hefst kl 16:30 miðvikudaginn 31.mars.

Mótskrá fyrir 2.Stórmót TSÍ 27.feb – 1.mars

2.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn, 27.febrúar. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki. Mótskrá má sjá hér fyrir neðan: ■ ITN Styrkleikaflokkur – Einliðaleikur ■ ITN Styrkleikaflokkur – Tvíliðaleikur Mini tennismótið fyrir 10 ára og yngri (krakkar fædd 2000 og síðar) verður á mánudaginn, 1.mars og hefst kl 14:30. Verðlaunaafhending og pizzapartý verður…

5. Stórmót TSÍ 21.-23.nóvember 2009

5. Stórmót TSÍ og Haustmót TFK verður haldið 21.-23.nóvember næstkomandi. Mótinu er skipt í tvo flokka – “Míni Tennis” fyrir yngstu keppendurna, 10 ára og yngri, og svo er keppt í ITN styrkleikaflokki fyrir alla aðra. Markmið ITN styrkleikakerfisins er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri…