Áskriftarleiðir
Morgun- og helgarkort
Með morgun- og helgarkorti í tennis getur korthafi pantað staka tíma á lausum tímum á virkum dögum fyrir kl. 14:30 og kl. 22:30 einnig er hægt að panta tíma um helgar sem við skilgreinum að byrji kl. 20:30 á föstudagskvöldum. Kortið veitir einnig aðgang að opnum tímum í tennis og þeir sem eru með kortið þurfa ekki að greiða vallargjald í Splurggen (tennis cardio) á virkum dögum fyrir kl. 14:30 og um helgar. Athugið að aðeins er hægt að bóka einn tíma í einu og ekki er hægt að vera með fasta tíma á þessu korti.
Á sumrin gildir kortið allan daginn.
Silfur og Gull morgun- og helgarkort
Silfur, og Gull morgun- og helgarkort eru kort sem gildir fyrir sömu tíma og venjulega kortið en gefa meiri réttindi. Með því er hægt að panta fleiri en einn völl í einu og hentar þeim sem vilja tryggja sér velli á morgnana (til 14:30) virka daga oftar en einu sinni í viku eftir samkomulagi. Hentar einnig þeim sem vilja vera í einkakennslu eða nota boltavélina (notkun á boltavélinni er innifalin í kortinu). Fyrir samanburð er tafla hér fyrir neðan.
Ekki er hægt að festa tíma eftir kl 14:30 með kortunum.
Athugið: Áskriftin gildir eingöngu fyrir þann sem er með áskriftina. Aðrir sem spila á sama vellli verða að greiða fyrir sinn hluta vallar.
Athugið: Þeir sem eru einnig að greiða fyrir með fastan tíma fá 2.000 kr. afslátt af mánaðargjaldinu. Verð áskriftar er endurskoðað 1. janúar og 1.september ár hvert. Verð allra áskriftaleiða má sjá hér. en helstu upplýsingar eru að finna í töflunni fyrir neðan.
Við viljum vekja athygli á að helgarnar eru nokkuð bókaðar og það getur verið erfitt að fá tíma um helgar yfir daginn. Kortið er því hugsað sem morgunkort til kl. 14.30 virka daga og síðan getur korthafi nýtt eyður, ef þær er að finna á helgum þ.e frá kl. 20:30 á föstudögum og allan daginn laugardaga og sunnudaga.
Morgun- og helgarkort | Silfur morgun- og helgarkort | Gull morgun- og helgarkort | |
---|---|---|---|
Hvað er hægt að hafa margar pantanir í gangi?* |
1* | 2* | 3* |
Aukakostnaður við að vera einn með völl (t.d. með þjálfara eða boltavél) | 3.000 kr. | 0 kr. | 0 kr. |
Get ég fest tíma í planinu og verið með sama/sömu tíma vikulega á virkum dögum*°° | Einn hóptíma með 3 öðrum | Einn einkatíma og hóptíma með þremur. Eða: tvo para- og/eða hóptíma |
Þrjá einka og/eða hóptíma |
Get ég fest tíma í planinu og verið með sama/sömu tíma vikulega um helgar | Nei | Nei | Nei |
Aðgangur að opnum tímum og vallargjaldi í Splurggen á morgnana og um helgar | Innifalið í kortinu | Innifalið í kortinu | Innifalið í kortinu |
Hversu oft í viku get ég spilað? | Alla daga ef þú finnur lausa velli* | Alla daga ef þú finnur lausa velli* | Alla daga ef þú finnur lausa velli* |
Hversu marga velli get ég pantað á hverjum degi | 1** |
1** |
1** |
*Hægt er að bóka aftur um leið og bókun lýkur. *°Haustið 2024 geta fastir tímar korthafa fallið niður á vegna móthalda. **Hægt er að spila annan tíma með öðrum sem á pantaðan völl. |