Hjartað Bistro

Hjartað býður upp á hollan og góðan hádegisverð virka daga á milli kl. 11:30 – 14:00. Brunch er í boði fyrsta laugardag hvers mánaðar. Einstök matarupplifun á Íslandi, veitingasalur með útsýni yfir tennisvelli.

Allir velkomnir! 

Matseðillinn er settur saman af yfirkokknum Aroni Gísla.

Hægt er að panta rétti frá Hjartanu í gegnum Wolt og Maul

Kokkurinn okkar

Listakokkurinn Aron Gísli Helgason hefur tekið til starfa í Tennishöllinni. Aron var í kokkalandsliði Íslands árið 2021 og hefur starfað á mörgum góðum veitingahúsum, meðal annars hjá Héðni Restaurant, Brut og Rub23. 

Hópefli & veitingar

Hádegishópefli

Tennis/Padel hópefli og hádegisverður.

Padel & Pizzaparty

Tennis eða Padel og pizzaparty föstudagskvöld og helgar.
Heimabökuð pizza og skemmtun, þetta getur ekki klikkað!

Pinnamatur / Hlaðborð / 3 rétta

 

Við bjóðum upp á hópefli fyrir fyrirtæki og vinahópa.  Hægt er að panta pinnamat, hlaðborð eða 3 rétta seðil. 

Verð á mann má sjá hér.
Smelltu 
hér til að óska eftir hópefli fyrir fyrirtækið eða vinahópinn. Endilega segðu okkur hvaða pakka þér líst best á, hver fjöldi þáttakanda er og hver óska tímasetning er.