3. Stórmót TSÍ – Mótskrá

Þá er komið að 3. Stórmóti TSÍ, en það er haldið dagana 1.- 3. maí í Tennishöllinni Kópavogi. Mótstjóri í þetta sinn er Leifur Sigurðsson.

Hægt er að sækja mótskránna hérna:
einliðaleikur
tvíliðaleikur

Mótstjóri vill gjarnan koma því á framfæri að það verður ekki keppt sérstaklega í 10 ára og yngri flokknum heldur verða þau með í aðalkeppninni. En að sjálfsögðu verða þó veitt verðlaun í 10 ára og yngri flokknum eftir árangri þeirra í mótinu.

Einnig er gaman að segja frá því að Arnar Sigurðsson mun vera með í þetta sinn en hann hefur ekki verið með í nokkurn tíma, þannig að þetta ætti að vera hörku skemmtilegt mót. Úrslitaleikurinn fer fram mánudaginn 3. maí kl. 16:30.

Minnum alla keppendur að mæta tímanlega og hita vel upp fyrir leiki.