Eldhúsparty Tennishallarinnar 1. febrúar!

Jólamót í tennis 2024

Jólamót í Pickleball 13. desember

Jóladögurður í höllinni

Tennis- og padelferð til Marrokkó 2025!

Stórmót TFK - TSÍ 100

Tennis- og leikjaskólinn 2024

Tennis- og padelferð Nánari upplýsingar - haustferð 2024

 Tennis- Og Padelferð Tennishallarinnar til Albir á Spáni 24-31 október 2024

Almennt

Tennishöllin og IQL klúbburinn í Albir á Spáni hafa myndað bræðrarlag og vináttu og eru núna formlegir samstarfsaðilar um tennisferð til Spánar. Þetta verður okkar fimmta formlega hóp ferðin okkar og má segja að hinar fjórar hafa heldur betur slegið í gegn!!

Farastjórar og umsjón 
Jónas Páll Björnsson,Luis Carrillo og Teitur Marshall.

Flug og rúta

Flug út:
OG604 KEF-ALC 24.10.2024 Brottför kl.15:20 Lent í Alicante kl. 21:55.  Rúta keyrir okkur í 40 mínútur til Albir á hótel.

Flug heim:
OG601 ALC-KEF 31.10.2024 Brofför frá hóteli kl.12:30 með rútu.
Brottför kl. 15:35 Lent í Keflavík kl.19:25

Hótel
Nafn: Albir Playa Hotel & Spa ****
Verð miðað við 2 í Standard herbergi með morgunverði 270.000 kr. á mann.
Verð miðað við 1 í Standard herbergi með morgunverði 299.000 kr.
Verð miðað við 2 í Deluxe herbergi með morgunverði 285.000 kr. á mann.
Verð miðað við 1 í Deluxe herbergi með morgunverði 320.000kr
Hægt að uppfæra í sundlaugarútsýni gegn auka gjaldi.

Innifalið í ferðinni
Flug með 20kg innritaðri tösku og persónulegum hlut um borð
Rútuferðir til og frá hóteli.
4 stjörnu hótel með morgunmat inniföldum.
Tennis æfingaprógramm í viku
Tennis 3-4 klst á dag. 2 klst með þjálfun og 1-2 klst í  spil.
Spilað verður bæði á leirvöllum og hörðum völlum.
Padel æfingarprógramm í viku
Padel 3-4 klst á dag. 2 klst með þjálfun og 1-2 klst í  spil.
Þrír hádegis/miðdegisverðir í klúbbnum
Ávextir og vatn alla daga í klúbbnum og boltar
Eitt social tenniskvöld þar sem verður boðið uppá tapas og tennisleiki.

Kvölddagskrá
Á hverju kvöldi er boðið uppá að fara út að borða með hópi sem vilja.

Skráning
Sendu email á tennis@tennishollin.is með nafni, kennitölu og síma til að tryggja þér sæti í ferðina.

Takmarkað pláss
30 sæti laus í tennis
10 sæti laus í padel
Þessi ferð er fyrir alla sem hafa áhuga á tennis og padel, jafnt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á vellinum og fyrir lengra komna.

Íslandsmót innanhúss

Íslandsmót innanhús í tennis – Mótskrá komin á heimasíðu TSÍ

Árshátíð TSÍ og Tennisáhugamanna 2024

Fyrirlestur hjá Dario Novak - 2. mars 2024

Stórmót TFK - TSÍ 100 - 22-25. febrúar 2024

Tennis- og padelferð til Albir á Spáni vor 2023

Nútrí meistaramót í padel 2-3. feb 2024

Opnunartími yfir hátíðinar 2023

Þorláksmessa 23. desember: Venjulegur opnunartími. Fastir tímar halda.

Aðfangadagur 24.desember: Opið til kl.14:30. Fastir tíma halda. 

Jóladagur 25.desember: Opið 11:30-16:30. Fastir tímar falla niður og öll námskeið falla niður. 

Annar í jólum 26.desember: Venjulegur opnunartími. Fastir tímar halda og öll námskeið falla niður. 

27-30. desember: Opið. Fastir tíma halda. Námskeið halda.

Gamlársdagur 31.desember: Opið til kl.15:30. Fastir tímar halda til kl 14:30. Öll námskeið falla niður. 

Nýársdagur 1.janúar: Opið 11:30 – 23:30. Fastir tímar halda en öll námskeið falla niður.

Jóla- bikarmót TSÍ 2023

Skráning er hafin á Jóla-bikarmót TSÍ!
Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um Jóla-bikarmótið en því er skipt í tvennt í annars vegar barna- og unglinga hlutann sem verður keppt í fyrir jól, 18.-22. desember, og síðan fullorðinshlutann sem verður keppt í á milli jóla og nýárs, 27.-30. desember!

Við bendum þó á að einstaklingar undir 18 ára aldri geta skráð sig í meistaraflokk í seinni hluta mótsins.

Jólagleði Tennishallarinnar 2023

Jólagleði Tennishallarinnar – laugardaginn 2. desember kl 18:00

Takmarkað pláss – smelltu HÉR fyrir skráningu! 

5 rétta jólaseðill að hætti Landsliðskokksins Aron Gísla

Vínpörun í boði! Vínþjónninn Jónas Már, eigandi Partners in Wine sérvelur vín með hverjum rétti. 

5 rétta jólaseðill: 9.900 kr.

5 rétt jólaseðill með vínpörun: 18.900 kr.

Taktu kvöldið frá!

Fyrir ofnæmi eða aðrar sérþarfir þarf að senda póst á tennis@tennishollin.is þar sem ekki verður hægt að breyta réttum á staðnum.

TSÍ 100 - Stórmót TFK

Virkilega gott mót að baki.

Úrslit eru  að finna á síðu TFK

Sérstakar þakkir til stuðningsaðila mótsins.

Yuzu, Feel Iceland, Steypustöðin, Unbroken og Lýsi, takk!