Padel Social
Það gleður okkur að kynna Padel Social nýtt form padelskemmtunar sem Luis Carrillo og Tennishöllin hafa þróað.
Padel leikir, padelþjálfun, hörku brennsla, tónlist og stemming. Padel er félagsleg íþrótt og eftir spilið fá þátttakendur 25% afslátt af mat og drykk á veitingastaðnum okkar, og því tilvalið að setjast niður og spjalla saman eftir æfinguna.
Padel Social er skipt í tvö getustig:
1. deild: Laugardaga kl. 17:30–19:00
2. deild: Laugardaga kl. 19:00–20:30
Fyrir frekari upplýsingar, verð fyrir þjálfun og skráningu hafðu samband við padelþjálfarann og umsjónarmann Padel Social Luis Carrillo í síma 7647568 eða með tölvupósti á luis@tennishollin.is
Vallargjaldið fyrir Padel social er 3.000 kr. fyrir 1.5 klst og er innheimt af Tennishöllinni með greiðsluseðli.