Byrjendanámskeið fyrir fullorðna í padel
Byrjendanámskeið í padel!
Byrjendanámskeið eru bæði skemmtileg og góð leið til fá skemmtilega hreyfingu og læra um leið frábæra íþrótt. Boltar og spaðar eru á staðnum. Þú getur komið ein/n á svona námskeið eða í hópi vina eða fjölskyldu. Við getum boðið upp á ýmsar útfærslur af námskeiðum, t.d. sérstök kvenna-, karla-, og paranámskeið og námskeið fyrir fyrirtækjahópa. Þjálfarar Tennishallarinnar eru sammála því að þetta sé besta leiðin til að byrja í tennis. Mikil eftirspurn er eftir námskeiðum og við gerum okkar besta til að koma þér að eins fljótt og hægt er. Gott er að mæta í íþróttafötum og íþróttaskóm, spaða og bolta færðu á staðnum! Sjáumst í Tennishöllinni, Dalsmára 13!
Padelnámskeið 2025
Verð námskeiða má sjá í verðskrá eða á Sportabler skráningarsíðunni.
Finnurðu ekkert sem hentar þér?
Ef ekkert af þeim námskeiðum sem er í boði hentar þér eða viltu bóka einkanámskeið fyrir vinahópinn?
Þá geturðu sent okkur póst á padel@tennishollin.is og við gerum okkar besta til að finna námskeið fyrir þig.