Í sumar starfrækja Tennisdeildir Þróttar og Fjölnis tennisskóla á tennisvöllunum í Laugardal við félagshús Þróttar virka daga í sumar frá kl. 9:00-12:00 fyrir börn 6-12 ára. Farið verður í öll helstu grunnatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega tennisleiki og hlaupa- og boltaleikji. Í lok hvers námskeiðs verður haldin pizzaveisla og fá allir nemendur viðurkenningarskjal. Verð fyrir hvert tveggja vikna námskeið er kr. 19.900. Systkinaafsláttur er 10%.
Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og verða eftirfarandi:
- 1. námskeið: 11.-22. júní
- 2. námskeið: 25. júní-6. júlí
- 3. námskeið : 9.-20. júlí
- 4. námskeið: 7.-17. ágúst
Skráning er í síma 564 4030 eða með því að fylla út skemað hér fyrir neðan. Ath. Frestið ekki skráningu því aðeins 20 krakkar komast á hvert námskeið.
Pingback: Tennisskólar í sumar | Tennishöllin Kópavogi