Tennisskóli BH

Í sumar starfrækir Tennisdeild BH tennisskóla á tennisvöllunum á Víðistaðatúni og í íþróttahúsi Víðistaðaskóla virka daga í sumar frá kl. 13:00-16:00 fyrir börn 6-12 ára. Farið verður í öll helstu grunnatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega tennisleiki ásamt því að brugðið verður á leik og farið í badminton og aðrar íþróttir. Í lok hvers námskeiðs verður haldin pizzaveisla og fá allir nemendur viðurkenningarskjal. Verð fyrir hvert tveggja vikna námskeið er kr. 19.900. Systkinaafsláttur er 10%.

Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og verða eftirfarandi:

  • 1. námskeið: 11.-22. júní
  • 2. námskeið: 25. júní – 6. júlí
  • 3. námskeið: 7.-17. ágúst

Skráning er í síma 866 4578 eða með því að fylla út skemað hér undir.

Ath. Frestið ekki skráningu því aðeins 20 krakkar komast á hvert námskeið. Tennisæfingar fyrir börn og unglinga 13 ára og eldri og byrjendanámskeið fyrir fullorðna verða haldin í samvinnu við Tennisfélag Kópavogs á úti- og innivöllum í Tennishöllinni í Kópavogi. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 564 4030.

    Nafn barns*

    Kennitala barns*

    Heimilisfang

    Nafn foreldris*

    Kennitala foreldris*

    Heimasími

    GSM sími

    Netfang*

    Námskeið

    Athugasemdir

    1 thought on “Tennisskóli BH”

    1. Pingback: Tennisskólar í sumar | Tennishöllin Kópavogi

    Comments are closed.