Tennisakademían

ÍTA er er 10 vikna “High Performance” hámarks árangurs tennis akademía sem haldin verður í Tennishöllinni í Kópavogi. Akademíu prógrammið er ætlað lengra komnum börnum og unglingum sem vilja nýta sumarið og koma tennisleik sýnum á næsta stig. Akademían verður í gangi 11. júní – 18. ágúst.

ÍTA innifelur:

– Þriggja klukkustunda vel skipulagðar æfingar frá mánudag til föstudags (9-12 eða 13-16)
– Mikil áhersla lögð á tækni, taktík, hugarþjálfun og líkamsrækt
– Daglegar tennistengdar þemur

– Pizzupartý annan hvern föstudag í allt sumar

 

Skráðu þig hér í Akademíuna