Tennis- og leikjaskólinn
Tennis- og leikjaskólinn fyrir börn 5-8 ára og tennisskólinn fyrir börn 9-13 ára
Í sumar bjóðum við upp á skemmtileg námskeið fyrir alla krakka á aldrinum 5-13 ára. Þessi sumarnámskeið hafa verið mjög vinsæl hjá okkur í gegnum tíðina og margir koma aftur og aftur.
Markmið námskeiðanna er að kenna undirstöðuatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega bolta-, hlaupa- og tennisleiki auk þess sem spilaður er mini tennis. Ýmislegt annað er til gamans gert svo sem barnaeróbikk með skemmtilegri tónlist, ratleikur, tarzanleikur og fleira. Allir nemendur fá TFK bol eða TFG bol og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs. Í lok hvers námskeiðs er haldin pizzuveisla.