Skemmtimót og grill laugardaginn 3.júní

Laugardaginn 3. júní er loksins komið að tvíliðaleiks skemmtimóti.  Mótið byrjar upp úr kl. 16:00 og verður spilaður tvíliðaleikur þar sem menn skipta alltaf um meðspilara og mótspilara.  Gefin verða verðlaun fyrir flestar unnar lotur.  Spilað verður á sex völlum til kl. 19:30 og verður svo boðið upp á grillaða hamborgara og er einn drykkur að eigin vali innifalinn (gos, ávaxtasafi, orkudrykkur eða öl).  Hægt verður að kaupa létta drykki og það er í góðu lagi að koma með sína eigin drykki líka.  Verð er 3.000 kr á mann, 2.000 kr fyrir börn og unglinga en 1000 kr fyrir þá sem eru með sumarkort eða árskort.  48 manns komast á þetta mót svo gott er að fresta ekki skráningu.

Um kvöldið verður svo létt teiti í Tennishöllinni og ef stemning er í hópnum verður farið út að dansa.

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á tennis@tennishollin.webdev.is eða fylla út formið hér að neðan:

    Nafn*

    Kennitala*

    Netfang*

    Farsími

    Athugasemdir