Í sumar ættu allir tennisspilarar að finna eitthvað við sitt hæfi. Við verðum með þó nokkuð af opnum tímum sem hægt er að mæta í og kynnast þannig öðrum spilurum.
Kvennatímar verða á mánudögum kl. 12-13. Umsjón hefur Jón Axel Jónsson.
Karlakvöld verða á Þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20-21. Umsjón hefur Ægir Breiðfjörð.
Opnir tímar verða í hádeginu á miðvikudögum og föstudögum kl. 12-13. Umsjón hefur Jónas Páll Björnsson.
Verðið er 1800 kr skiptið en ef þú ert með sumarkort eða morgun- og helgarkort í tennis þá er frítt í þessa tíma.
Splurggen (Tennis Cardio) er í umsjón Milan Kosický og er haldið alla virka daga og stundum um helgar. Gott er að fylgjast með því á Splurggen facebooksíðunni og hafa samband við Milan ef þið hafið áhuga á að vera með. Vallargjald er innifalið í sumar- eða árskortinu á sumrin en kostar 1.500 kr fyrir aðra. Greitt er sérstaklega fyrir þjálfunina.