Maí mótið verður haldið dagana 23. – 25. maí 2009.
Mót þetta er hluti af mótaröð TSÍ. Keppt er eftir ITN flokkum, mini tennis, 10-, 12-, 14-, 16- ára og yngri flokkum.
Þetta mót er góður undirbúningur fyrir Íslandsmótið í tennis sem haldið verður dagana 12. – 15. júní.
Mótstjórar eru Grímur Steinn Emilsson og Jónas Páll Björnsson
Verð fyrir börn- og unglinga:
- Einliðaleikur 1.500 kr.
- Mini tennis 1.000 kr.
Verð fyrir 17 ára og eldri:
- Einliðaleikur 2.500 kr.
Dómarahappdrætti: Hver dæmdur leikur er einn miði.
Vertu með í skemmtilegu einliðaleiksmóti.
Skráning er í Tennishöllinni og hér á vefnum til 20. maí. Mótskrá kemur svo upp 22. maí, bæði hér á vefnum sem og í Tennishöllinni.