Kvennatímar í vetur

Kvennatímar í tennis eru í vetur kl. 11:30-12:30 í hádeginu á mánudögum.

Í tímunum er spilaður tennis og eru tennisþjálfarar á staðnum og skipuleggja hverjar spila saman og þjálfa á einum vellinum og róterar hópnum.

Verð er 1.800 kr. skiptið en þær sem eru með árskort eða sumarkort í tennis þurfa ekki að greiða sérstaklega fyrir að mæta í kvennatíma. Kvennatíminn er kjörin vettvangur til að kynnast fleiri tenniskonum.

Allar konur eru velkomnar en gott er að vera búin að koma sér upp smá grunn áður t.d með því að fara á 10-20 tíma byrjendanámskeið.