Kópavogur Open tennismótið verður haldið dagana 8. – 19. júlí. Keppt er í öllum flokkum þ.e mini tennis, 10-,12-,14-, og 16 ára og yngri og meistaraflokki. Einnig er keppt í ITN flokknum þar sem er opinn öllum. Einnig er keppt í byrjendaflokki karla og kvenna.
Kópavogur Open er einnig Evrópumót fyrir 14 ára og yngri og má búast við nokkuð af erlendum keppendum. Yousef Sheikh verður yfirdómari mótsins. Skráning er þegar hafin í mótið og er hægt að skrá sig með því að fylla út formið hér að neðan.