Einkaþjálfun

Í Tennishöllinni starfa margir góðir tennisþjálfarar og hægt er að fá einkakennslu.  Ódýrara er fyrir börn og unglinga.  Í vetur má gera ráð fyrir að tennisþjálfararnir Jón Axel Jónsson, Milan Kosicky, Raj Bonifacius, Carola Frank, Diana Ivancheva, Luis Carillo Rueda, Arnaldur Gunnarsson, Anton Magnusson, Sindri Snær Svanbergsson og Egill Sigurðsson verði á fullu í höllinni að þjálfa. Einnig munu a.m.k Jesus Moreno, Luis og Anton taka að sér einkaþjálfun í Padel. Til viðbótar munu fleiri þjálfarar vinna að hluta til í höllinni.