Dómaranámskeið

Langar þig til að verða tennisdómari? Þá er hérna komið frábært tækifæri fyrir þig.

Dómaranámskeið verður haldið í Tennishöllinni þann 7. júní næstkomandi frá kl: 9 -15.

Verðið er stillt í hófi, aðeins 2.000- kr. Innifalið í verðinu er bókleg og verkleg kennsla, léttar veitingar auk dómaraskírteinis sem þátttakendur fá að loknu námskeiði.

Kennari: Yousef Sheikh

Aldurstakmark: 11 ára og eldri

Síðasti skráningardagur á námskeiðið er miðvikudagurinn 5. júní.