Á döfinni

Fjölskyldutilboð 25% afsláttur

Tennis er mikil fjölskylduíþrótt og tennistími fyrir alla fjölskylduna einu sinni í viku er skemmtileg fjölskylduvenja og dýrmæt stund. Í vetur býður Tennishöllin fjölskyldum (aðeins fyrir pör og börn 18 ára og yngri) að fá sér fastan tennistíma um helgar með 25% afslætti af verði fastra tíma. Áhugasamir geta haft samband við Jónas í síma…

Skemmtimót og grill laugardaginn 3.júní

Laugardaginn 3. júní er loksins komið að tvíliðaleiks skemmtimóti.  Mótið byrjar upp úr kl. 16:00 og verður spilaður tvíliðaleikur þar sem menn skipta alltaf um meðspilara og mótspilara.  Gefin verða verðlaun fyrir flestar unnar lotur.  Spilað verður á sex völlum til kl. 19:30 og verður svo boðið upp á grillaða hamborgara og er einn drykkur…

Kvennatímar í vetur

Kvennatímar í tennis eru í vetur kl. 11:30-12:30 í hádeginu á mánudögum. Í tímunum er spilaður tennis og eru tennisþjálfarar á staðnum og skipuleggja hverjar spila saman og þjálfa á einum vellinum og róterar hópnum. Verð er 1.800 kr. skiptið en þær sem eru með árskort eða sumarkort í tennis þurfa ekki að greiða sérstaklega…

Áskorendakeppnin í sumar

Í sumar verður haldin einliðaleiks áskorendakeppni í umsjón Milan Kosicky.  Keppnin fer af stað á fullu laugardaginn 4.júní. Hægt verður að spila og skora á aðra þátttakendur í allt sumar. Allir geta verið með á hvaða aldri eða getu þeir eru á. Spilað verður Pro set upp í 9 lotur. Tie break í 8-8 “Rankings”…

Einkaþjálfun

Í Tennishöllinni starfa margir góðir tennisþjálfarar og hægt er að fá einkakennslu.  Ódýrara er fyrir börn og unglinga.  Í vetur má gera ráð fyrir að tennisþjálfararnir Jón Axel Jónsson, Milan Kosicky, Raj Bonifacius, Carola Frank, Diana Ivancheva, Luis Carillo Rueda, Arnaldur Gunnarsson, Anton Magnusson, Sindri Snær Svanbergsson og Egill Sigurðsson verði á fullu í höllinni að þjálfa. Einnig munu…

Mótskrár fyrir fullorðinsflokka og ITN á Jólamóti Tennishallarinnar og Bikarmóti TSÍ

Jólamót Tennishallarinnar og Bikarmót TSÍ fyrir fullorðna og ITN styrkleikaflokkurinn hefst mánudaginn 27.desember og er keppt í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótskrár má sjá hér fyrir neðan: ITN styrkleikaflokkur Allir aðrir flokkar Úrslitaleikur, verðlaunaafhending og pizzapartý hefst 30. desember kl. 16. Mótstjóri er Jónas Páll Björnsson s. 699-4130 netfang; jonas@tennishollin.webdev.is

Mótskrá fyrir barna- og unglingaflokka á Jólamóti Tennishallarinnar og Bikarmóti TSÍ

Jólamót Tennishallarinnar og Bikarmót TSÍ fyrir börn og unglinga hefst á morgun, laugardaginn 18.desember og er keppt í Tennishöllinni í Kópavogi.
Mótskrá má sjá hér fyrir alla barna- og unglingaflokka.
Keppt verður í mini tennis mánudaginn 20.desember kl 14:30.
Úrslitaleikur, verðlaunaafhending og pizzapartý hefst 30. desember kl. 16.

3. Stórmót TSÍ – Mótskrá

Þá er komið að 3. Stórmóti TSÍ, en það er haldið dagana 1.- 3. maí í Tennishöllinni Kópavogi. Mótstjóri í þetta sinn er Leifur Sigurðsson.

Mótstjóri vill gjarnan koma því á framfæri að það verður ekki keppt sérstaklega í 10 ára og yngri flokknum heldur verða þau með í aðalkeppninni. En að sjálfsögðu verða þó veitt verðlaun í 10 ára og yngri flokknum eftir árangri þeirra í mótinu.

Minnum alla keppendur að mæta tímanlega og hita vel upp fyrir leiki.

5. Stórmót TSÍ 21.-23.nóvember 2009

5. Stórmót TSÍ og Haustmót TFK verður haldið 21.-23.nóvember næstkomandi. Mótinu er skipt í tvo flokka – “Míni Tennis” fyrir yngstu keppendurna, 10 ára og yngri, og svo er keppt í ITN styrkleikaflokki fyrir alla aðra. Markmið ITN styrkleikakerfisins er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri…