Byrjendanámskeið í tennis!
Um er að ræða mörg námskeið og ýmsar tímasetningar. Aðeins 4-5 einstaklingar eru á hverju námskeiði með einum þjálfara og ætti því hver og einn að fá góða athygli þjálfarans. Við bjóðum upp á úrval af námskeiðum sem hefjast í sumar en þau fara fram tvisvar sinnum í viku. Hægt er að skoða hvaða námskeið eru í boði á skráningarsíðu Tennishallarinnar. Ef þeir tímar sem við erum með í boði henta ekki er gott er að láta okkur vita hvaða tímar henta þér og við reynum að finna tíma sem passar við þitt fyrirkomulag.
Þessi námskeið eru bæði skemmtileg og lærdómsrík og eru góð leið til fá skemmtilega hreyfingu og læra um leið frábæra íþrótt. Boltar og spaðar eru á staðnum. Þú getur komið einn á svona námskeið eða í hópi vina eða fjölskyldu. Einnig bjóðum við upp á ýmsar útfærslur af námskeiðum, t.d. sérstök kvenna-, karla-, og paranámskeið og námskeið fyrir fyrirtækjahópa.
Þjálfarar Tennishallarinnar eru sammála því að þetta sé besta leiðin til að byrja í tennis.
Verð námskeiða má sjá í verðskrá