Í sumar verður haldin einliðaleiks áskorendakeppni í umsjón Milan Kosicky. Keppnin fer af stað á fullu laugardaginn 4.júní.
- Hægt verður að spila og skora á aðra þátttakendur í allt sumar.
- Allir geta verið með á hvaða aldri eða getu þeir eru á.
- Spilað verður Pro set upp í 9 lotur. Tie break í 8-8
- “Rankings” listi er uppfærður eftir hvern leik.
- Spilaðu við aðra sem elska tennis.
- Að keppa er góð leið til að bera sig saman við aðra og nýta kennslustundir betur.
- Njóttu íslenska sumarsins.
- Þú getur skorað á alla sem eru fyrir ofan þig á listanum.
Reglur: http://www.tennisengine.com/info/ranksys_9.asp
Verðlaun:
Sá sem verður efstur á listanum eftir sumarið og sá áskorandi sem er með besta vinningshlutfallið fá flugmiða frá WOW Air í verðlaun.
Verð fyrir sumarið er 6.000 kr og er gert ráð fyrir að allir séu með sumarkort eða árskort í tennis. Hér færðu frekari upplýsingar um Sumarkortin.