Fyrir árið 2010
2. Stórmót TSÍ verður haldið 27. feb- 1. mars næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótinu er skipt í þrjá flokka, “Mini Tennis” fyrir þá yngstu (fæddir árið 2000 eða yngri), 10 ára og yngri, og svo “Styrkleikaflokk” fyrir alla aðra.
Markmið með ITN styrkleikaflokknum er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri umferð. Allir nýir þátttakendur fá ITN númer miðað við mat mótstjórans og svo verður númerið uppfært eftir mótið.
Síðasti skráningar (og afskráningar!!) dagur fyrir mótið er 24 .febrúar, kl. 18.00.
Mótskráin verður tilbúin 26.febrúar og hægt verður að nálgast hana á þessari síðu. Einnig er hægt að hringja í mótstjórann Andra Jónsson í síma 866-4578 eða senda honum tölvupóst á netfangið andrijo84@hotmail.com
Þátttökugjald:
Einliðaleikur:
- 1.000 kr./mini tennis/10 ára;
- 1.500 kr./fædd f. 1992 og yngri;
- 2.500 kr./aðra
Tvíliðaleikur:
- 1.000 kr./f. 1992 og yngri;
- 1.500 kr./aðra
2.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn, 27.febrúar. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki.
Mótskrá má sjá hér fyrir neðan:
■ ITN Styrkleikaflokkur – Einliðaleikur
■ ITN Styrkleikaflokkur – Tvíliðaleikur
Mini tennismótið fyrir 10 ára og yngri (krakkar fædd 2000 og síðar) verður á mánudaginn, 1.mars og hefst kl 14:30.
Verðlaunaafhending og pizzapartý verður eftir úrslitaleikinn í einliðaleik sem hefst kl 16:00 á mánudaginn.
Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
■ 1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
■ 6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
■ 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
■ 16 mínútum of seint = tapar leiknum
Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og skokka/teygja. Mótstjóri er Andri Jónsson sími 866-4578.
Einliða
Mini
- Sofia Sóley Jónasdóttir
10 ára kvk
- Melkorka Pálsdóttir
- Sofia Sóley Jónasdóttir
12 ára kk
- Óskar Örn Scheving
- Kári Hrafn
12 ára kvk
- Anna Soffía Grönholm
- Hjördís Rósa Guðmundsdóttir
14 ára kk
- Kjartan Pálsson
- Vladimir Ristic
14 ára kvk
- Anna Soffía Grönholm
- Hera Björk Brynjarsdóttir
16 ára kk
- Rafn Kumar Bonifacius
- Hinrik Helgason
16 ára kvk
- Drífa Sóley Heimisdóttir
- Birta Dögg Skaftadóttir
18 ára kk
- Rafn Kumar Bonifacius
- Kjartan Pálsson
18 ára kvk
- Eirdís Heiður Ragnarsdóttir
- Arney Rún
Meistara kk
- Raj Bonifacius
- Andri Jónsson
- Leifur Sigurðarson/Rafn Kumar Bonifacius
Meistara kvk
- Sandra Dís Kristjánsdóttir
- Eirdís Heiður Chen
- Karítas Gunnarsdóttir/Ragnhildur Valtýrsdóttir
Tvíliða
Meistar
- Andri/Leifur
- Rafn Kumar/Kjartan
- Birkir/Hjalti – Vladimir/Hinrik